Eignaskiptayfirlýsingar

Eignaskiptayfirlýsing hefur alltaf verið gerð ef þess hefur þurft einhverra hluta vegna. Munurinn á eignaskiptayfirlýsingu nú og þeim gömlu eru margskonar.

Það fyrsta má nefna að reglugerð um útreikning hlutfallstalna sem gerð var vegna laga nr. 26/1994 um fjöleignarhús tekur á s.s. hlutdeild í lóð, hitakostnaði, áætluðum rafmagnskostnaði, sameign sumra og síðan reglugerð nr 910/200 um hvernig á að reikna þessar hlutfallstölur.
Áður var einungis ein hlutfallstala reiknuð og hún út frá svokölluðum skipatflatarmáli, nú er reiknað út frá skiptarúmmáli. Það sést því að hlutfall getur breyst mikið í húsum.
Einnig er það nauðsynlegt að komi fram að stærðir geta breyst. Oft þegar stærðir voru reiknaðar í íbúðum töldust séreignargeymslur ekki með,en nú er svo, því gerist það oft að íbúðirnar stækka sem þeim nemur.
Einnig er þetta á hinn veginn og eru þekkt dæmi um íbúðir sem hafa minnkað um 20 m² í húsi sem var byggt um 1940. Allan þennan tíma hefur íbúðin verið skráð stærri sem þessu nemur og hlutdeild í kostnaði var reiknaður út frá því svo og opinber gjöld.
Einnig eru fjölmörg dæmi og nánast án undantekningar að heitt vatn eða rafmagn í sameign er á mælum einnar eignarinnar sem hefur þá greitt bæði fyrir heitt vatn og rafmagn í ótalin ár.
Ávinningur þess að gera svona samning er mikill miðað við kostnað við gerð hans. Húsfélög og eigendur fjöleignarhúsa ættu að ígrunda það vel áður en ákveðið er að láta gamla samninginn duga.
Sérstaklegar er mikilvægt að hlutdeild í húsinu sé rétt þegar um framkvæmdir er að ræða
Eignaskipting ehf er sérhæfð í gerð eignaskiptayfirlýsinga .

Auðvelt er að fá fram kostnað við gerð samnings einungis þarf að senda póst This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.tilgreina hús og tilboðið kemur innan skamms.

Bregðast verður hratt við þegar vart verður við skemmdir. Nú býðst auðeldari, nákvæmari og hagkvæmari skoðun með dróna.

Með dróna er hægt að skoða fúa og steypu skemmdir, þak skemmdir, glugga skemmdir, skemmdir á rennum ásamt mörgu fleiru. 

Það borgar sig að skoða málið áður en það er orðið of seint.