Byggingarstjóri

Í ljósi nýju laganna Lög um mannvirki nr 160/2010

var ákveðið að bæta við þjónustu fyrir húsfélög og aðra í byggingarframkvæmdum, byggingarstjórn.


Nokkur breyting var gerð í nýju mannvirkjalögunum um byggingarstjóra. Inntak þessara nýju laga er m.a. að leitast við að skilja af byggingastjórann frá framkvæmdaraðilanum. Byggingarstjóri framkvæmda er í vinnu hjá verkkaupa (t.d. húsfélagi) og ber ábyrgð gagnvart þeim. Það er ekki í anda laganna, ef tekið er dæmi að húsasmíðameistari og byggingastjóri sé sami aðilinn á sömu framkvæmd. Ef vel tekst til við smíði reglugerðainnar sem á að fylgja en er ekki tílbúin þegar þetta er ritað, þá er þetta til mikilla bóta fyrir verkkaupa.

Vegna þessarra breytinga hefur forsvarsmaður Eignaskiptingar ehf ákveðið að gefa kost á sér sem starfsmaður Eignaskiptingar ehf að bjóða verkkaupum þá þjónustu til viðbótar þeirri sem er fyrir.

Til að skerpa enn frekar á gæðakerfi Eignaskiptingar ehf og innri þekkingu fór Örvar á byggingastjóranámskeið Mannvirkjastofnunar og byggingafulltrúa þar sem farið var vel yfir ferilinn og kynnt gæðakerfi þess.

Þessi viðbót gefur húsfélögum og öðrum framkvæmdaraðilum kleift að fá einn aðila til að sjá útboð, verklýsingu, magntöku, kostnaðaráætlun og eftirlit. Síðan til viðbótar eða einungis, byggingarstjórn.

Að ógleymdu gerð skráningartaflna og eignaskiptayfirlýsinga. Sem sjálfsagt er fara vel yfir áður en framkvæmdir hefjast eða fasteignaviðskipti fara fram.

Bregðast verður hratt við þegar vart verður við skemmdir. Nú býðst auðeldari, nákvæmari og hagkvæmari skoðun með dróna.

Með dróna er hægt að skoða fúa og steypu skemmdir, þak skemmdir, glugga skemmdir, skemmdir á rennum ásamt mörgu fleiru. 

Það borgar sig að skoða málið áður en það er orðið of seint.