Eignaskiptayfirlýsing eignaskiptasamningar

Eignaskiptayfirlýsing eignaskiptasamningar símar 587 7120 / 821 4620 Vefur þessi er hugsaður sem kynning á fyrirtækinu og þeirri þjónustu sem það býður. Auk þess að sjá um gerð eignaskiptasamninga fyrir fjöleignarhús bjóðum við upp á ýmis konar aðra þjónustu fyrir fasteignaeigendur, húsbyggjendur og hönnuði. * Gerð eignaskiptayfirlýsinga (eignaskiptasamninga). * Skoðun húsnæðis vegna leigu. * Ástandsskoðun húseigna vegna sölu eða kaups. * Almenn matsstörf og kostnaðarmat. * Gerð kostnaðaráætlana vegna framkvæmda eða lagfæringa.. * Hlutlaust mat á kostnaði í deilumálum. * Tilboðsgerð fyrir verktaka. * Byggingarstjórn og eftirlit. Hægt er að nálgast upplýsingar um alla þessa þjónustuþætti hér á síðunni og svo er að sjálfsögðu velkomið að senda fyrirspurn og við svörum eins fljótt og auðið er.

Mat fasteignar

Ástæða er að láta fagmann skoða eign fyrir kaup.

Lítil dæmisaga um það. Góð íbúð á góðum stað í Rvk var auglýst til sölu. Kauptilboðsgjafi hafði samband við Eignaskiptingu ehf og bað um ástandsskoðun. Við skoðun var ljóst að íbúðin var falleg, björt og vinaleg. Öll nýstandsett og allt tekið í gegn. Nýr kvistur settur upp og þak einangrað. Allt leit því vel út. Við nánari skoðun kom í ljós að teikningum og smíði á kvist bar ekki saman. Þá vorur úttektir byggingafulltrúa skoðaðar og kom þar í ljós að ekki var gefið út byggingaleyfi fyrir kvistinum og engar úttektir fyrir hendi. Þetta heitir þar á bæ "óleyfisbygging". Smíði glugga er þannig háttað að stór hætta er fyrir hendi. Ekki er ráðlegt að kaupa þessi vandræði yfir sig. Í öllu falli er betra að vita hvernig þessum málum er háttað áður en eftir.

Leiguskoðun

Nú eru allar leiguskoðanir, inn og út teknar upp á tölvur og prentaðar út á staðnum til undirskriftar. Viðstaddir fá útprentuð afrit. Rafræn afrit eru geymd í gagnaverum (vonandi íslenskum) og því án áhættu á tjóni vélbúnaðar við leiguskoðun.

Byggingarstjóri

Í ljósi nýju laganna Lög um mannvirki nr 160/2010

var ákveðið að bæta við þjónustu fyrir húsfélög og aðra í byggingarframkvæmdum, byggingarstjórn.


Nokkur breyting var gerð í nýju mannvirkjalögunum um byggingarstjóra. Inntak þessara nýju laga er m.a. að leitast við að skilja af byggingastjórann frá framkvæmdaraðilanum. Byggingarstjóri framkvæmda er í vinnu hjá verkkaupa (t.d. húsfélagi) og ber ábyrgð gagnvart þeim. Það er ekki í anda laganna, ef tekið er dæmi að húsasmíðameistari og byggingastjóri sé sami aðilinn á sömu framkvæmd. Ef vel tekst til við smíði reglugerðainnar sem á að fylgja en er ekki tílbúin þegar þetta er ritað, þá er þetta til mikilla bóta fyrir verkkaupa.

Vegna þessarra breytinga hefur forsvarsmaður Eignaskiptingar ehf ákveðið að gefa kost á sér sem starfsmaður Eignaskiptingar ehf að bjóða verkkaupum þá þjónustu til viðbótar þeirri sem er fyrir.

Til að skerpa enn frekar á gæðakerfi Eignaskiptingar ehf og innri þekkingu fór Örvar á byggingastjóranámskeið Mannvirkjastofnunar og byggingafulltrúa þar sem farið var vel yfir ferilinn og kynnt gæðakerfi þess.

Þessi viðbót gefur húsfélögum og öðrum framkvæmdaraðilum kleift að fá einn aðila til að sjá útboð, verklýsingu, magntöku, kostnaðaráætlun og eftirlit. Síðan til viðbótar eða einungis, byggingarstjórn.

Að ógleymdu gerð skráningartaflna og eignaskiptayfirlýsinga. Sem sjálfsagt er fara vel yfir áður en framkvæmdir hefjast eða fasteignaviðskipti fara fram.

Ástandsskoðun eigna

Ástandsskoðun eigna gerð af óháðum skoðunarmanni fasteigna á að vera eðlilegur ferill í sölumeðferð eigna. Seljandi á að láta ástandsskoða eign sína áður en sölumeðferð fer fram. Með því er trúverðuleiki seljanda óvefengjanlegur. Söluyfirlit fasteignasala ásamt ástandsskoðunarskýrslunni er góður grunnur til verðmats eignarinnar.

Ef ekki fylgir með ásstandskoðun ætti væntanlegur kaupandi að gera tilboð sitt í eigninna með fyrirvara um ástandsmat hennar. Fá síðan til þess bæran mann og bera saman við söluyfirlit til að athuga hvort allt sé ekki rétt fært til bókar.

Það er mikið betra að viðskiptin fari ekki fram heldur en á röngum forsendum. Málaferlum fækkar og þeirri tímaeyðslu sem málaferli eru einnig. Líkur eru á að verðgrunnur góðrar eignar hækki og verði seljanlegri. Ef góð viðhaldsaga er fyrir hendi og útlit og skoðun ber þess vitni að viðhald og umhirða eignarinnar er góð á seljandi og kaupandi að njóta þess.

Flestir þekkja sem hafa keypt eða selt bíla að viðhald og smurningarskýrsla bílsins er skoðuð.... Alveg er makalaust að að kauendur fasteigna skuli ekki spyrja um viðhaldssögu og seljendur þeirra ekki halda skýrslu um viðhald eignarinnar.

Samkvæmt reynslu Eignaskiptingar ehf ætti alltaf að vera til ástandsskoðun eignar til staðar við fasteignasviðskipti.

Ennfremur er rík ástæða fyrir bæði seljendur og kaupendur að athuga hvort stærð eignarinnar sé rétt skráð hjá Fasteignaskrá Íslands. (áður FMR) Eignaskipting ehf athugar alltaf hvort svo sé og fer yfir stærð eignarinnar sem skoðuð er hverju sinni.

Bregðast verður hratt við þegar vart verður við skemmdir. Nú býðst auðeldari, nákvæmari og hagkvæmari skoðun með dróna.

Með dróna er hægt að skoða fúa og steypu skemmdir, þak skemmdir, glugga skemmdir, skemmdir á rennum ásamt mörgu fleiru. 

Það borgar sig að skoða málið áður en það er orðið of seint.