Örvar Ingólfsson

eignaskipting logoForsvarsmaður Eignaskiptingar ehf er Örvar Ingólfsson húsasmíðameistari og matsfræðingur . Örvar hefur auk þess löggildingu samkvæmt lögum nr. 26/1994 í gerð eignaskiptayfirlýsinga síðan 1996. Reynsla Örvar allt frá 1996 eða í 16 á er mikil í gerð eignaskiptayfirlýsinga. Frá 200 íbúðum fyrir Byggingarfélag námsmanna til Skíðaskála ÍR og Víkings í Bláfjöllum og allt þar á milli. Samhliða gerð eignaskiptayfirlýsinga hefur hann gert skráningartöflur vegna ýmisa mannvirkja. Sem dæmi má nefna Árbæjarsundlaug og Hljómahöllin í Reykjanesbæ. Ekki má gleyma öllum einbýlishúsunum og sumarbústöðum víðsvegar um land. Einnig hefur Örvar margra ára reynslu úr verktakastarfsemi auk þess að hafa starfað um hríð sem mælingamaður hjá Félagi byggingariðnaðarmanna í Hafnarfirði sem síðar sameinaðist Félagi iðn og tæknigreina (F.I.T ). Þar var mælt upp fyrir smiði, múrara og pípulagningarmenn. (uppmæling). Eignaskipting ehf býr því yfir yfirgripsmikilli reynslu og góðri þekkingu á uppmælingarkerfum iðnarmanna, sem nýtist við kostnaðarmat. Örvar hefur lokið diplómanámi frá Háskólanum í Reykjavík sem skoðunarmaður fasteigna, kostnaðarmatsmaður, tjónamatsmaður og dómkvaddurmatsmaður. Námið gefur heitið Matsfræðingur. Áður var Örvar í Háskóla Íslands í Matstækninámi. Þessi nám eru sérsniðin fyrir skoðun fasteigna og að reikna út kostnað við hugsanlega galla eða það betur má fara. Örvar er félagi í Matsmannafélagi íslands M.F.Í.

Bregðast verður hratt við þegar vart verður við skemmdir. Nú býðst auðeldari, nákvæmari og hagkvæmari skoðun með dróna.

Með dróna er hægt að skoða fúa og steypu skemmdir, þak skemmdir, glugga skemmdir, skemmdir á rennum ásamt mörgu fleiru. 

Það borgar sig að skoða málið áður en það er orðið of seint.