Ástandsskoðun eigna

Ástandsskoðun eigna gerð af óháðum skoðunarmanni fasteigna á að vera eðlilegur ferill í sölumeðferð eigna. Seljandi á að láta ástandsskoða eign sína áður en sölumeðferð fer fram. Með því er trúverðuleiki seljanda óvefengjanlegur. Söluyfirlit fasteignasala ásamt ástandsskoðunarskýrslunni er góður grunnur til verðmats eignarinnar.

Ef ekki fylgir með ásstandskoðun ætti væntanlegur kaupandi að gera tilboð sitt í eigninna með fyrirvara um ástandsmat hennar. Fá síðan til þess bæran mann og bera saman við söluyfirlit til að athuga hvort allt sé ekki rétt fært til bókar.

Það er mikið betra að viðskiptin fari ekki fram heldur en á röngum forsendum. Málaferlum fækkar og þeirri tímaeyðslu sem málaferli eru einnig. Líkur eru á að verðgrunnur góðrar eignar hækki og verði seljanlegri. Ef góð viðhaldsaga er fyrir hendi og útlit og skoðun ber þess vitni að viðhald og umhirða eignarinnar er góð á seljandi og kaupandi að njóta þess.

Flestir þekkja sem hafa keypt eða selt bíla að viðhald og smurningarskýrsla bílsins er skoðuð.... Alveg er makalaust að að kauendur fasteigna skuli ekki spyrja um viðhaldssögu og seljendur þeirra ekki halda skýrslu um viðhald eignarinnar.

Samkvæmt reynslu Eignaskiptingar ehf ætti alltaf að vera til ástandsskoðun eignar til staðar við fasteignasviðskipti.

Ennfremur er rík ástæða fyrir bæði seljendur og kaupendur að athuga hvort stærð eignarinnar sé rétt skráð hjá Fasteignaskrá Íslands. (áður FMR) Eignaskipting ehf athugar alltaf hvort svo sé og fer yfir stærð eignarinnar sem skoðuð er hverju sinni.

Bregðast verður hratt við þegar vart verður við skemmdir. Nú býðst auðeldari, nákvæmari og hagkvæmari skoðun með dróna.

Með dróna er hægt að skoða fúa og steypu skemmdir, þak skemmdir, glugga skemmdir, skemmdir á rennum ásamt mörgu fleiru. 

Það borgar sig að skoða málið áður en það er orðið of seint.